Persónuverndaryfirlýsing

Persónuverndaryfirlýsing Premium

1. Almennt
Premium ehf. kt. 561210-0630, Aðalgötu 34, 580 Siglufirði, (hér eftir „Premium“, „fyrirtækið“, „við“, „okkar“), er annt um friðhelgi einstaklinga og tekur persónuvernd mjög alvarlega. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á að meðferð persónuupplýsinga sé ávallt í samræmi við gildandi persónuverndarlöggjöf. Í þessari tilkynningu má sjá hvaða persónuupplýsingum fyrirtækið safnar um einstaklinga vegna starfsemi sinnar og í hvaða tilgangi. Þá má hér finna upplýsingar um aðra viðtakendur upplýsinganna og hvað við geymum þær lengi. Auk þess má hér finna upplýsingar um á hvaða grundvelli Sparnaður safnar persónuupplýsingum, hvaða réttinda einstaklingar njóta og fleiri mikilvægar upplýsingar sem tengjast lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018.​

2. Hvað eru persónuupplýsingar og vinnsla persónuupplýsinga?
Með persónuupplýsingum er átt við allar upplýsingar sem hægt er að rekja til tiltekins einstaklings, svo sem upplýsingar um nafn, kennitölu, heimilisfang, netfang, símanúmer, fjárhag, heilsufar, IP tölu og fleira. Í 2. og 3. tl. 3. gr. laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga er að finna nánari skilgreiningu á persónuupplýsingum.

Með vinnslu persónuupplýsinga er átt við alla meðferð og notkun persónuupplýsinga svo sem söfnun, skráningu, varðveislu, breytingu eða eyðingu. Í 4. tl. 3. gr. laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga er að finna nánari skilgreiningu á vinnslu persónuupplýsinga.

3.Hvernig vinnur fyrirtækið persónuupplýsingar?
Hjá Premium ehf. fer vinnsla persónuupplýsinga fram á lögmætum grundvelli og í samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018. Fyrirtækið gætir jafnframt að því að persónuupplýsingar séu ekki unnar frekar á þann hátt að vinnslan sé ósamrýmanleg upprunalegum tilgangi vinnslunnar.

Fyrirtækið gætir að því að farið sé að eftirfarandi meginreglum:
 1. Að persónuupplýsingar séu unnar með sanngjörnum hætti.
 2. Að persónuupplýsingum sé einungis safnað í skýrum tilgangi.
 3. Að ekki sé safnað meiri persónuupplýsingum en nauðsynlegt er.
 4. Að persónuupplýsingar séu nákvæmar og uppfærðar þegar þörf krefur.
 5. Að persónuupplýsingar séu ekki geymdar lengur en þörf er á.
 6. Að gætt sé að öryggi persónuupplýsinga með viðeigandi varúðarráðstöfunum.​
4. Hvaða persónuupplýsingum safnar Premium um þig?
Premium safnar ólíkum persónuupplýsingum um mismunandi hópa einstaklinga eftir því hvaða starfsemi fyrirtækisins er um að ræða. Undir öllum kringumstæðum leitast Premium við að safna einungis þeim persónuupplýsingum sem nauðsynlegar eru með hliðsjón af tilgangi vinnslunnar. Premium safnar einkum eftirfarandi persónuupplýsingum um viðskiptavini sína:

4.1. Innheimta iðgjalda frá launagreiðendum:
Premium er með samning við Versicherungskammer (Bayern Líf) um að innheimta iðgjöld sjóðsfélaga frá launagreiðendum. Þær persónuupplýsingar sem Premium safnar í tengslum við þá starfsemi eru grunnupplýsingar (nafn, netfang, símanúmer og heimilisfang), launaupplýsingar og upplýsingar um launagreiðanda.

4.2. Greiðsla iðgjalda:
Premium sér um að greiða iðgjöld fyrir viðskiptavini. Í tengslum við þá starfsemi er Premimum nauðsynlegt að safna grunnupplýsingum (nafn, netfang, símanúmer og heimilisfang), launaupplýsingum og samningsnúmeri hjá Bayern Líf.

4.3. Útgreiðsla lífeyrissparnaðar:
Premium greiðir út lífeyrissparnað til viðskiptavina frá Bayern Líf. Þær persónuupplýsingar sem Premium safnar í tengslum við þá starfsemi eru grunnupplýsingar (nafn, netfang, símanúmer og heimilisfang), innistæða lífeyrissparnaðar og bankaupplýsingar.

4.4. Aðgangsskráningar á sjóðfélagsvef:
Til þess að sjóðsfélagar geti haft aðgang að rafrænum skjölum og upplýsingum um iðgjöld sín þurfa þeir að gefa upp kennitölu og veflykil eða notast við rafræn skilríki við innskráningu á sjóðfélagsvef.

4.5. Aðgangsskráningar að launagreiðendavef:
Vefnum er ætlað að þjóna atvinnurekendum sem best við iðgjaldaskil og upplýsingagjöf. Við skráningu þarf að gefa upp kennitölu og veflykil eða notast við rafræn skilríki. Til þess að geta aukið samskipti varðveitir Premium einnig netfang hjá tengiliði launagreiðanda.

4.6. Upplýsingagjöf til viðskiptavina:
Premium veitir sjóðsfélögum upplýsingar um stöðu samninga hjá Bayern Líf, yfirlit yfir iðgjöld og viðskiptayfirlit. Þær upplýsingar sem Premium safnar um þig í tengslum við þessa þjónustu eru grunnupplýsingar (nafn, netfang, símanúmer og heimilisfang), launaupplýsingar og upplýsingar um iðgjöld.

5. Af hverju safnar Premium persónuupplýsingum um þig?
Tilgangurinn með söfnun upplýsinganna er einkum að:
 • Geta efnt samningsskyldu.
 • Geta veitt viðskiptavinum umbeðna þjónustu.
 • Aðstoða við iðgjaldaskráningu.
 • Sjá um iðgjaldainnheimtur frá launagreiðendum.
 • Greiða iðgjöld.
 • Uppfylla lagaskyldu.
6. Á hvaða lagagrundvelli vinnur Premium persónuupplýsingar um þig?
Premium safnar og vinnur persónuupplýsingar á eftirfarandi lagagrundvelli:
 • Samþykki þínu.
 • Til að uppfylla samningsskyldu.
 • Til að uppfylla lagaskyldu.
 • Til að gæta að lögmætum hagsmunum fyrirtækisins.
7. Hve lengi geymir Premium persónuupplýsingar um þig?
Premium geymir persónuupplýsingar einungis í þann tíma sem nauðsynlegt er fyrir fyrirtækið að hafa þær undir höndum. Þegar ekki er þörf fyrir að hafa persónuupplýsingar undir höndum lengur eyðir fyrirtækið þeim með öruggum hætti.

8. Frá hverjum safnar Premium upplýsingum um þig?
Premium safnar yfirleitt persónuupplýsingum beint frá þeim aðila sem upplýsingarnar varða. Undir vissum kringumstæðum safnar Premium upplýsingum frá þriðja aðila, svo sem frá launagreiðendum og þýska tryggingafélaginu Vershicherungskammer (Bayern Líf). Þegar upplýsinga er aflað frá þriðja aðila mun Premium eftir fremsta megni leitast við að upplýsa viðkomandi einstakling um það.

9. Hvenær miðlar Premium þínum persónuupplýsingum til þriðju aðila og af hverju?
Premium miðlar persónuupplýsingum til þriðju aðila sem ráðnir eru af fyrirtækinu til að vinna fyrir fram ákveðna vinnu, svo sem þjónustuveitenda, umboðsmanna eða verktaka. Í þeim tilfellum gerir fyrirtækið vinnslusamning við viðkomandi aðila. Slíkur samningur kveður meðal annars á um skyldu hans til að fylgja fyrirmælum Premium um meðferð persónuupplýsinga og er honum óheimilt að nota þær í öðrum tilgangi. Jafnframt ber honum skylda til að tryggja öryggi upplýsinganna með viðeigandi hætti.

Í öðrum tilvikum getur einnig verið nauðsynlegt fyrir Premium að miðla persónuupplýsingum til þriðju aðila, til dæmis til þýska tryggingafélagsins Versicherungskammer (Bayern Líf), PM-Premium Makler GmbH, lánastofnana og þegar skylda stendur til þess samkvæmt lögum.

10. Flutningur persónuupplýsinga út fyrir Evrópska efnahagssvæðið
Premium er kunnugt um að ströng skilyrði gilda um flutning persónuupplýsinga til ríkja sem staðsett eru utan Evrópska efnahagssvæðisins. Fyrirtækið gerir það ekki undir neinum kringumstæðum nema fullnægjandi heimild standi til þess samkvæmt lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018.

11. Réttindi þín
Hafir þú veitt samþykki þitt fyrir vinnslu tiltekinna persónuupplýsinga átt þú rétt samkvæmt lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018 að afturkalla samþykki þitt hvenær sem er. Sá réttur hefur þó ekki áhrif á lögmæti þeirrar vinnslu sem fram fór áður en samþykki var afturkallað. Þá nýtur þú einnig annarra réttinda, svo sem réttar til aðgangs að þínum gögnum, réttar til að fá rangar eða villandi upplýsingar leiðréttar, réttar til að persónuupplýsingum um þig verði eytt, réttar til að hindra að unnið verði með persónuupplýsingar um þig og réttar til að flytja eigin gögn. Hafa skal í huga að réttindi þín eru ekki alltaf fortakslaus og kunna að vera háð ýmsum skilyrðum.

12. Öryggi persónuupplýsinga
Premium hefur gripið til viðeigandi tæknilegra og skipulagslegra öryggisráðstafana til að tryggja öryggi persónuupplýsinga í samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018. Felur það meðal annars í sér að aðeins þeir starfsmenn hafa aðgang að persónuupplýsingum sem þess þurfa starfs síns vegna. Auk þess stuðlar fyrirtækið að því að starfsmenn fái reglulega viðeigandi fræðslu og þjálfun um öryggismál.

13. Samskiptaupplýsingar Premium
Nafn: Premium ehf.
Heimilisfang: Aðalgata 34, 580 Siglufjörður.
Netfang: premium@premium.is
Ef þú hefur frekari spurningar um hvernig Premium meðhöndlar þínar persónuupplýsingar, þá getur þú sent erindi á personuvernd@premium.is

14. Réttur til að leggja fram kvörtun hjá persónuvernd
Dragir þú í efa að Premium meðhöndli persónuupplýsingar þínar í samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018 hefur þú rétt til að leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd (www.personuvernd.is).

15. Endurskoðun á þessari persónuverndaryfirlýsingu
Persónuverndaryfirlýsing þessi var samþykkt 19.12.2019 og verður næst endurskoðuð 19.12.2023.
Leit